Mikill meiri­hluti af þeim skömmtum af bólu­efni AstraZene­ca sem dreift hefur verið til með­lima­þjóða Evrópu­sam­bandsins hefur ekki enn verið notaður en að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið er að­eins búið að nota einn af hverjum fimm skömmtum af bólu­efninu.

Angela Merkel, kanslari Þýska­lands, segir að Evrópu­búar virðist glíma við „við­töku­vanda,“ en margir hafa af­þakkað bólu­efni AstraZene­ca. Á­kvörðun yfir­valda víða um heim, um að ein­staklingar yfir 65 ára aldri verði ekki bólu­settir, hefur lík­lega spilað hlut­verk í þeim vanda en illa hefur gengið að fá yngri ein­stak­linga til að sam­þykkja bólu­efnið.

„AstraZene­ca er á­reiðan­legt bólu­efni, virkt og öruggt, sam­þykkt af Lyfja­stofnun Evrópu og mælt með í Þýska­landi upp að 65 ára aldri. Öll yfir­völd segja að hægt sé að treysta bólu­efninu. Svo lengi sem bólu­efni eru af skornum skammti, er ekki hægt að á­kveða hvað þú verður bólu­settur með,“ sagði Merkel í við­tali við þýska blaðið Frankfur­ter All­gemein­e Zeitung um málið.

Staðan svipuð í öðrum löndum

Önnur lönd glíma við sama vanda, á Ítalíu er til að mynda að­eins búið að nota um 19 prósent af skömmtunum, fjögur prósent í Belgíu, og 1,7 prósent í Búlgaríu, sam­kvæmt saman­tekt Guar­dian. Þá virðist staðan vera svipuð í Frakk­landi þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið birtar opin­ber­lega.

Af þeim rúm­lega 6,1 milljón skömmtum sem hefur verið dreift til 27 landa eru rúm­lega 4,8 milljón skammtar ó­notaðir.

Auk þeirrar stað­reyndar að það sé að­eins mælst til þess að bólu­efnið sé notað á ein­stak­linga eldri en 65 ára, hefur minni virkni bólu­efnisins gegn nýjum af­brigðum veirunnar valdið á­hyggjum. Þar að auki er fram­leiðslu­vandi á bólu­efninu í Evrópu.

Með minni virkni en önnur bóluefni

Bólu­efnið hefur nú fengið skil­yrt markaðs­leyfi í Bret­landi og innan Evrópu­sam­bandsins auk þess sem skammtar af bólu­efninu hafa verið sendir til Ghana sem hluti af CO­VAX-verk­efninu. Suður-Afríka hafði þegar fengið skammta senda þegar þau til­kynntu að þau myndu skila þeim þar sem bólu­efnið hafði litla sem enga virkni á ný af­brigði veirunnar.

Á Ís­landi hefur bólu­efni AstraZene­ca einnig fengið skil­yrt markaðs­leyfi en líkt og aðrar Evrópu­þjóðir hefur verið á­kveðið að þeir sem eru eldri en 65 ára verði ekki bólu­settir með bólu­efninu. Ís­land hefur samið um 230 þúsund skammta af bólu­efninu, sem duga þá fyrir 115 þúsund manns.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í morgun að tals­vert hafi borið á því að fólk af­þakki bólu­setningar með bólu­efni AstraZene­ca þar sem vís­bendingar eru um að virkni þess sé að­eins minni en annarra bólu­efna. Að sögn Þór­ólfs er þó ekki hægt að velja sér bólu­efni og því færast þeir ein­staklingar aftast í röðina.