Meiri­hluti þing­manna fá greidd ráð­herra­laun eða á­lags­greiðslur vegna þing­starfa til við­bótar við þing­farar­kaup sitt. Þetta kemur fram í frétt hjá Rúv.

Fimm­tíu af 63 þing­mönnum fá fastar greiðslur ofan á þing­farar­kaupið sitt, eða um fjórir af hverjum fimm. Allir þing­menn Mið­flokksins og Vinstri­hreyfingarinnar – græns fram­boðs fá á­lags­greiðslur.

Ráð­herrar og for­seti al­þingis eru þrettán talsins og fá ráð­herra­laun. Sex vara­for­setar al­þingis fá fimm­tán prósent álag, sem og sex­tán for­menn fasta­nefnda og þing­flokka. Fyrstu vara­for­menn fá tíu prósent álag og aðrir vara­for­menn fimm.

For­menn stjórn­mála­flokka sem ekki eru ráð­herrar fá einnig fimm­tíu prósent álag. Þing­menn mega að­eins fá eina á­lags­greiðslu, að undan­skildum vara­for­setum Al­þingis.

Álagsgreiðslur og laun frá 64 til 1.074 þúsund

Þing­farar­kaup er 1.285.411 krónur. Laun for­sætis­ráð­herra eru 1.074.642 krónur til við­bótar við þing­farar­kaup. Laun ráð­herra og for­seta Al­þingis er 846.377 krónur til við­bótar við þing­farar­kaup.

For­menn stjórn­mála­flokka sem ekki eru ráð­herrar fá 642.706 krónur í á­lags­greiðslur til við­bótar við þing­farar­kaup. Annað álag er á milli 64 þúsund krónur og 192 þúsund krónur.

Þing­menn eiga rétt á greiðslum vegna ferða­kostnaðar, hús­næðis- og dvalar­kostnaðar ef þeir eru kosnir fyrir kjör­dæmi utan höfuð­borgar­svæðisins, og föstum starfs­kostnaðar­greiðslum. Þeir fá ekki greitt fyrir setu í þing­nefndum, nema sem for­menn eða vara­for­menn.

Lesa frétt Rúv í heild sinni.