Fjórir af fimm karlmönnum hafa verið ákærðir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar, þar sem tæplega hundrað kíló af kókaíni voru flutt frá Brasilíu til Rotterdam og áttu að fara áfram til Íslands en tollverðir í Hollandi komu í veg fyrir það.

RÚV greinir frá þessu, en fram kemur í frétt miðilsins að á meðal þeirra handteknu sé maður sem hafi verið liðsstjóri hjá landsliðum Íslands í rafíþróttum, og timburinnflytjandi á sjötugsaldri.

Auk þess kemur fram að fimmti maðurinn í málinu sé ófundinn og hafi því ekki verið handtekinn.

Mennirnir eru ekki bara ákærðir fyrir fíkniefansmyglið heldur peningaþvætti er varðar samtals 63 milljónir króna.

Þá hafi saksóknari krafist þess að gerð verði upptæk Lexus-bíll, Rolex-úr, 83 timburdrumbar og Wolkswagen Tiguan-bíll, en saksóknari telur að síðarnefndi bíllinn hafi verið notuður við innfluting á fíkniefnum.