Innlent

Fjordvik komið til Keflavíkur: „Gekk vonum framar“

Flutningaskipið Fjordvik er komið að höfn við Keflavík. Skipið hafði verið strand í tæpaviku við Helguvík.

Nú verður skipið undirbúið fyrir frekari flutning til Hafnarfjarðar. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Sementsflutningaskipið Fjordvik er komið til Keflavíkur. Skipið hafði verið strand við hafnargarðinn í Helguvík í tæpa viku, en á þriðja tug unnu að því að losa skipið í kvöld. Tveir dráttarbátar, ásamt varðskipinu Tý sigldu með skipið til Keflavíkur. 

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Fréttablaðið að aðgerðin hafi gengið vonum framar og stjórnendur bæjarins séu afar sátt með hvernig farið var að málum. 

„Það er komið í höfnina. Ég er að horfa á það út um gluggann og sé ekki betur en að þetta hafi gengið eins og í sögu,“ segir Kjartan.

„Þetta gekk vonum framar og við erum afar sátt og ánægð með hvernig þetta fór fram.“ Næsta skref er að undirbúa skipið fyrir frekara ferðalag, yfir flóann til Hafnarfjarðar, þar sem það verður tekið í svokallaða þurrkví og undirbúið fyrir framhaldið. 

Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Skipið var á leið með sement í Helguvík fyrir viku og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fimmtán skipverjum úr skipinu á laugardaginn.

Ekki hefur verið kleift að koma skipinu á flot fyrr en nú því dæla þurfi um 100 tonnum af olíu úr skipinu. Dælingu olíunnar lauk í gær. 

Skipið var á leið með sement í Helguvík fyrir viku og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fimmtán skipverjum úr skipinu á laugardaginn.

Ekki hefur verið kleift að koma skipinu á flot fyrr en nú því dæla þurfi um 100 tonnum af olíu úr skipinu. Dælingu olíunnar lauk í gær. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Spennan magnast enn í Venesúela

Segir það sann­gjarna kröfu að fólk geti lifað á launum sínum

Þing­kona gagn­rýnd fyrir yfir­læti í garð barna

Auglýsing