Sí­fellt fleiri leggja leið sína að gos­stöðvunum og virðist á­hugi á gosinu hafa aukist stöðugt frá því það hafðist. Nú hefur fjórðungur þjóðarinnar lagt í leið­angur og gengið að Geldinga­dölum til að berja gosið augum.

Um er ræða tals­verða aukningu frá því fyrstu vikunni í apríl lauk þegar að­eins 16 prósent höfðu lagt leið sína að gosinu sam­kvæmt Þjóðar­púls Gallup.

Mynd/Gallup

Þá hafa 19 prósent ekki séð gosið en hafa séð bjarmann af því án þess að gera sér sér­staka ferð til þess. Þrjú prósent til við­bótar hafa farið í áttina að gosinu og séð bjarmann af því. Það þýðir að nærri helmingur lands­manna hefur séð með ein­hverjum hætti en 53 prósent ekki.

Af þeim sem hafa ekki farið að eld­gosinu og séð það með eigin augum telur rösk­lega helmingur lík­legt eða öruggt að hann muni gera það en 36 prósent telja það ó­lík­legt. Þá virðast mun fleiri ætla sér að sjá eld­gosið en í fyrri könnunum Gallup, þrátt fyrir að fjöldi fólks sem hefur þegar farið að gosinu hafi aukist veru­lega.

Mynd/Gallup