Alls 260 veiði­menn sem hafa fengið út­hlutað leyfi fyrir hrein­dýra­veiðum á komandi veiði­tíma­bili eiga enn eftir að taka skot­próf, en frestur er til og með 30. júní.Þetta kemur fram á vef Um­hverfis­stofnunar.

Þetta er tæp­lega fjórðungur allra veiði­manna sem fengu út­hlutað leyfi í ár, alls var 1.021 veiði­leyfi gefið út.

Veiði­tíma­bilið hefst 15. júlí og stendur fram til 20. septem­ber. Sam­kvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spen­dýrum er veiði­mönnum hrein­dýra og leið­sögu­mönnum þeirra skylt að standast verk­legt skot­próf áður en haldið er til hrein­dýra­veiða.

Jóhann G. Gunnars­son, sér­fræðingur hjá Um­hverfis­stofnun á Egils­stöðum, segir fjöldann svipaðan og síðustu ár. Að­purður um hvað valdi því að fólk dragi skot­prófið á langinn segir Jóhann.

„Er það ekki bara í eðli Ís­lendinga að gera allt á seinustu stundu? Þetta reddast hugsunar­hátturinn?