Heilt yfir voru um 1.095.000 gistinætur á öllum tegundum af gististöðum á Íslandi í júlí.

Það er um þriðjungi færri en gistinætur árið 2019 áður en heimsfaraldurinn setti strik í reikning ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Alls var 67 prósent aukning í gistinóttum á hótelum á milli ára og 28 prósenta aukning á gistiheimilum frá síðasta ári.

Þessir tveir rekstraraðilar voru með um 561 þúsund gistinætur eða rétt rúmlega helming af öllum gistinóttum á þessum tíma.

Þá voru erlendir gestir í naumum meirihluta þeirra sem keyptu gistinætur á Íslandi með 52 prósenta hlutfall.