Einn greindist með kóróna­veiruna svo­kölluðu í gær. Þetta kemur fram á upp­lýsinga­vef al­manna­varna, CO­VID.is. Við­komandi var ekki í sótt­kví og greindist smitið hjá Ís­lenskri erfða­greiningu.

Um er að ræða fjórða smitið sem greinst hefur utan sótt­kvíar á stuttum tíma. 464 sýni voru tekin af ÍE í gær. Þá voru um sjö­tíu sýni tekin á sýkla-og veiru­fræði­deild Land­spítalans.

Tvö virk smit eru því nú í sam­fé­laginu og tveir ein­staklingar því í ein­angrun. Enginn er á sjúkra­húsi vegna veirunnar.

Stað­fest smit hér­lendis eru því 1806 og tæp­lega 1800 manns hafa náð sér af veirunni.