Niður­stöður nýrrar rann­sóknar sem fram­kvæmd var af Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni, WHO, og sam­tökum Sam­einuðu þjóðanna, UN, benda til að fjórðungur kvenna um allan heim hafi verið beittar of­beldi í nánu sam­bandi af karl­kyns maka. Þegar of­beldi af hálfu annarra ein­stak­linga en maka er tekið inn í myndina kemur í ljós að þriðjungur kvenna hafi lent í of­beldi á sinni lífs­tíð.

Í frétta­til­kynningu WHO um rann­sóknina segir að of­beldi gegn konum sé enn gríðar­lega við­varandi og að of­beldið hefjist frá hættu­lega ungum aldri. Þá kemur fram að á sinni lífs­tíð verði um 736 milljón konur fyrir líkam­legu eða kyn­ferðis­of­beldi og að sá fjöldi hafi haldist nánast sá sami síðast­liðinn ára­tug.

COVID-19 setur strik í reikninginn

Rann­sóknin sem um ræðir er sú stærsta sinnar tegundar og byggir á gögnum frá árunum 2000 til 2018 frá 161 löndum. Hún nær því ekki til CO­VID-19 far­aldursins en WHO hefur varað við því að of­beldi gegn konum hafi aukist í far­aldrinum vegna sótt­varna­ráð­stafana, til að mynda út­göngu­banns og fé­lags­legrar tak­mörkunar. Slíkt þurfi að rann­saka nánar í fram­tíðinni

„Of­beldi gegn konum er land­lægt í öllum löndum og menningum, sem skaðar milljónir kvenna og þeirra fjöl­skyldur, og hefur versnað vegna CO­VID-19 far­aldursins,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir­maður WHO. „En ó­líkt CO­VID-19, er ekki hægt að stöðva of­beldi gegn konum með bólu­efni.“

Algengast í Eyjaálfu

Sam­kvæmt rann­sókninni er of­beldi í nánu sam­bandi al­gengast hjá konum á fer­tugs­aldri, um 28 prósent, og konum sem eru bú­settar í Eyja­álfu, þar helst Melanesiu, 51 prósent, Míkrónesíu, 41 prósent, og Pólýnesíu, 39 prósent.

Of­beldi í nánu sam­bandi var aftur á móti minnst meðal kvenna á aldrinum 45 til 49 ára á öllum svæðum Evrópu, 16 til 23 prósent, mið­hluta Asíu, 18 prósent, austur­hluta Asíu, 20 prósent, og suð­austur­hluta Asíu, 21 prósent.

Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast hér.