Fjórir ein­staklingar hér á landi hafa nú greinst með apa­bólu en í gær greindist karl­maður á miðjum aldri með smit. Þetta kemur fram á vef Land­læknis­em­bættisins en þar kemur einnig fram að grunur sé að um sé að ræða innan­lands­smit frá áður ó­þekktum smit­bera.

„Smitrakning stendur nú yfir. Við­komandi er við góða heilsu og dvelur í ein­angrun heima. Enn hafa bólu­efni eða veiru­lyf ekki borist til landsins en síðustu fréttir frá Evrópu­sam­bandinu herma, að von sé á fyrstu sendingu innan fárra vikna,“ segir í til­kynningunni.

„Þetta eru svipuð ein­kenni og hjá hinum þremur, fyrst og fremst húð­ein­kenni og fólk er ekkert veikt með þessu,“ segir Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, í fréttum RÚV.

Að­spurður hvort það sé á­hyggju­efni að um innan­lands­smit hafi verið að ræða sagði Þór­ólfur að svo væri. „Þá segir það að þetta er komið víðar en við vitum um og það er auð­vitað á­hyggju­efni.“