Lyfja­stofnun hefur nú fengið 1276 til­kynningar vegna gruns um auka­verkun í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19 en af þeim til­kynningum hafa 80 verið metnar sem al­var­legar. Flestar til­kynningar varða bólu­efni Pfizer og AstraZene­ca en fæstar fyrir bólu­efni Jans­sen, þar sem engin til­kynning hefur verið metin al­var­leg.

Byrjað var að bólu­setja gegn CO­VID-19 hér á landi þann 29. desember 2020 með bólu­efni Pfizer, með bólu­efni Moderna þann 13. janúar, með bólu­efni AstraZene­ca þann 11. febrúar, og með bólu­efni Jans­sen þann 28. apríl.

Í svörum Lyfja­stofnunar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins kemur fram að af þeim al­var­legum til­kynningum sem hafa borist varða 20 and­lát og 23 blóð­tappa en í þeim til­kynningum er ekki vitað um hvort um or­saka­sam­hengi sé að ræða milli bólu­setningar og til­kynntra at­vika. Tíu til­kynningar um blóð­tappa hafa borist fyrir bólu­efni Pfizer, ein fyrir bólu­efni Moderna, og tólf fyrir AstraZene­ca.

Af þeim and­látum sem hafa verið til­kynnt voru flest eftir bólu­setningu með bólu­efni Pfizer en í lang­flestum til­fellum var um aldraða ein­stak­linga, 75 ára og eldri, með undir­liggjandi sjúk­dóma að ræða.

Rannsókn gerð á tilkynningum til Lyfjastofnunar

Í svörum Lyfja­stofnunar er tekið fram að lang­flestar til­kynningar um and­lát gafi verið til­kynnt í janúar, þegar elsti aldurs­hópurinn var bólu­settur. Rann­sókn var gerð á fyrstu til­kynningum vegna gruns um al­var­legar auka­verkanir og niður­stöður þeirrar rann­sóknar birtar síðar í mánuðinum. Í fjórum af fimm til­fellum var ekki um or­saka­tengsl að ræða en í einu var ekki hægt að úti­loka tengsl.

Þar á eftir bárust tvær til­kynningar um and­lát í febrúar, fimm í mars, ein í apríl, og fjórar í maí. Ekkert virðist benda til or­saka­sam­hengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setninga en í gær var til­kynnt að ó­háðir aðilar muni gera rann­sókn á nokkrum til­kynningum sem Lyfja­stofnun hefur borist, þar af fimm um and­lát og fimm um myndun blóð­tappa.

Andlát tilkynnt í kjölfar bólusetningar með Pfizer og AstraZeneca

40 al­var­legar til­kynningar hafi borist í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni Pfizer, þar af 18 and­lát. Fjór­tán þeirra vörðuðu ein­stak­linga eldri en 75 ára, þar sem tólf voru með undir­liggjandi sjúk­dóma. Þrjú and­lát voru meðal ein­stak­linga á aldrinum 65 til 74 ára, þar sem tveir voru með undir­liggjandi sjúk­dóma. Eitt and­lát varðaði ein­stak­ling á aldrinum 60 til 64 ára með undir­liggjandi sjúk­dóm.

Sau­tján til­kynningar vörðuðu sjúkra­hús­vist, þar af fimm þar sem um lífs­hættu­legt á­stand var að ræða, og fimm til­kynningar teljast klínískt mikil­vægar, þar sem ekki kom til inn­lagnar á sjúkra­hús.

Þá hafa 32 al­var­legar til­kynningar borist í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni AstraZene­ca, þar af tvö and­lát. Í öðru til­felli var um að ræða ein­stak­ling á aldrinum 65 til 74 ára með stað­festan undir­liggjandi sjúk­dóm, og í hinu var um að ræða ein­stak­ling á aldrinum 60 til 64 ára.

24 til­kynningar vörðuðu sjúkra­hús­vist, þar af sex í lífs­hættu­legu á­standi, fimm til­kynningar teljast klínískt mikil­vægar, og ein til­kynning varðaði tímabundna lömun í út­lim.

Fyrir bólu­efni Moderna hafa átta al­var­legar til­kynningar borist en af þeim varða sjö til­kynningar sjúkra­hús­vist, þar af eitt þar sem um lífs­hættu­legt á­stand var að ræða, og telst ein til­kynning klínískt mikil­væg. Engin and­lát hafa verið til­kynnt í kjöl­far bólu­setningar Moderna.