Fjögur lönd greiða at­kvæði í kosningum til Evrópu­þingsins í dag. Það eru Slóvakía, Malta, Lett­land og Tékk­land. Mikið er í húfi í kosningunum í ár, en kosningarnar fara fram yfir fjögurra daga skeið þar sem allar 28 þjóðir sam­bandsins greiða at­kvæði.

Þjóð­ernis­sinnum og öfga­hægri-flokkum hefur víða verið spáð góðu gengi og að þau muni nýta vald sitt í þinginu til að draga úr valdi Evrópu­sam­bandsins á þeirra ríkis­stjórnir. Hóf­samari flokkar eru á hinn bóginn taldir vilja styrkja tengsl Evrópu­landanna í sam­bandinu.

Alls er kosið um 751 sæti á Evrópu­þinginu í ár. Sætunum mun þó lík­lega fækka í 705 þegar Bretar ganga úr Evrópu­sam­bandinu, en talið er að það gerist síðar á þessu ári. Sætum á þinginu er út­hlutað í hlut­falli við mann­fjölda hvers ríkis.

Niðurstaða ljós á morgun

Bretar, Írar og Hollendingar hafa þegar kosið, auk þess sem Tékkar hófu at­kvæða­greiðslu í gær en halda á­fram í dag. Aðrar þjóðir munu greiða sín at­kvæði á morgun, sunnu­dag. Niður­stöður kosninga verða birtar seint á morgun, þegar allar þjóðir hafa lokið kosningu.

Í um­fjöllun frétta­stofu AP News um málið er greint frá því að niður­stöður í Hollandi hafi vakið ein­hverjar furðu en þar spáðu síðustu út­göngu­spár að hollenski verka­manna­flokkurinn myndi bera sigur úr býtum og að evrópu­sinnaður flokkur myndi hljóta flest sæti, frekar en pópúlískur öfga­hægri­flokkur. lok seinni heims­styrj­aldarinnar til að koma í veg fyrir frekari átök.

Þjóð­ernis­sinnar og öfga-hægri­sinnaðir eru lík­legir til að vilja nýta sitt vald á þinginu til að líkja eftir því sem að Donald Trump gerði í for­seta­kosningunum árið 2016 og stuðnings­aðilar Brexit gerðu, eða að trufla nú­verandi stöðu með því að benda á elítu sem sé ekki í sam­bandi við al­menning og fjalla ó­hóf­lega um aukinn fjölda inn­flytj­enda sem komi til álfunnar til að stela störfum og menningu. Varað hefur við því að slík orð­ræða svipi um margt til þeirra sem leiddi til seinni heims­styrj­aldarinnar.

Greint er frá á AP News.