Fjórir voru hand­teknir vegna líkams­á­rása í fjórum að­skildum málum í gær­kvöldi og síðustu nótt. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu. Alls voru 62 mál skráð á tíma­bilinu 17:00-05:00.

Einn aðili var hand­tekinn í Hafnar­firði vegna gruns um líkams­á­rás. Aðilinn er grunaður um að hafa ráðist á tvo, skallað annan í and­litið og kýlt hinn tvisvar. Sá grunaði var vistaður í fanga­geymslu.

Þá var einn hand­tekinn í Laugar­dalnum fyrir eigna­spjöll. Aðilinn hafði hlaupið út og sparkað í­trekað í bif­reið.

Öku­maður var sviptur öku­réttindum eftir að bif­reið hans var stöðvuð í Ár­bænum. Öku­maðurinn er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.