Fjórar konur og einn maður var drepinn og eru þau á aldrinum 50 til 70 ára. Maðurinn er talinn hafa staðið einn að verknaðinum.

Umfangsmikil rannsókn er hafin upplýsir lögreglustjóri norsku lögreglunnar Ole Bredrup Sæverud á blaðamannfundi NRK sem hófst klukkan átta á íslenskum tíma.

Alls hafa 22 lögreglumenn komið að aðgerðunum og eru lögreglumenn meðal þeirra særðu, en eru ekki í lífshættu.

Sæverud biður jafnframt fólk að hætta að deila myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum af vettvangi. Það eru ung börn og aðrir sem þarf að taka tillit til segir lögreglustjórinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.