Nýlegar refsiaðgerðir sem beinast að fjölskyldu og nánum vinum Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, svipta hulunni af fjölskyldu Pútíns og þeim mikla auði sem komið hefur verið fyrir hjá ættingjum hans. Í umfjöllun New York Times um fjölskyldu Pútíns kemur fram að Pútín eigi allt að fjögur börn til viðbótar við tvær uppkomnar dætur sem Pútín eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni.

Í greininni er teknar saman upplýsingar sem hafa komið uppá yfirborðið um konurnar í lífi Pútíns, dætur og hugsanleg barnabörn. Mikil leynd hefur ríkt um ættingja Pútíns og þeim hefur vísvitandi verið haldið utan sviðsljóssins.

Sjónum er fyrst beint að núverandi kærustu, og hugsanlegri eiginkonu, Pútíns, Alina Kabaeva. Hún er talin hafi eignast nokkur börn á sjúkrahúsi í Lugano í Sviss og hún hafi um drjúgt skeið búið glæsilegu glerhýsi nálægt vatninu sem borgin stendur við. Margir íbúar í Lugano eru auk þess fullvissir um að börn Kabaevu hafi um skeið gengið þar í skóla. Yfirvöld í Sviss hafa þó ekki staðfest þessar sögusagnir og fullyrtu í mars að hún væri ekki í landinu.

Samband Pútíns og Alina Kabaeva hófst árið 2008 þegar hún var 24 ára gömul
Fréttablaðið/Getty

Þá séu vísbendingar uppi að Pútín hafi eignast barn með Svetlönu Krivonogikh. Hún starfaði áður sem hreingerningum í Sankti Pétursborg en er í dag umfangsmikill fasteignajöfur og situr í stjórn Rossiya Bank. Talið er að þetta sé vegna tengsla hennar við Pútín. Móðir og dóttir eru taldar hafa búið um langt skeið í lúxus íbúð í Monte Carlo.

Dóttir Svetlönu, Elizaveta Vladimirovna Krivonogikh, hefur sjálf komið fram og sagst vera lík Pútín í færslum á Instagram en hefur sópað að sér þúsundum fylgjenda vegna sögusagna um faðerni hennar. Margt er þó á huldu um þessi börn hans og erfitt að skera úr um hvað er satt og hvað er logið.

Eitt er þó ljóst að ættingjar Pútíns njóta góðs af þjófræðinu sem einkennir stjórnkerfi landsins. Þar sem Pútín er staðsettur kyrfilega í miðri hringiðunni og ræður ríkjum eins og mafíuforingi. Ólígarkarnir greiða honum skattgjald með því að færa fjármagn, arðbær störf og fasteignir yfir á ættingja Pútíns. Eiginmenn elstu dætra hans gegna allir háttsettum stöðum í ríkisfyrirtækjum á borð við Rossiya Bank og gasfyrirtækið Novotek .

Í greininni kemur meðal annars fram að elsta dóttir hans Maria Vladimirovna Vorontsova um langt skeið gift hollenskum manni að nafni Jorrit Faassen. Allt fram til ársins 2014, þegar þau skildu, starfaði fyrir Gazprombank og fékk greiddar himinháar tekjur fyrir störf sín þar. Árið 2014 tók María við rekstri rannsóknasjóðs sem einbeitir sér að rannsóknum á innkirtlasjúkdómum barna.

Sjóðurinn hefur fengið milljarða í styrki frá rússneska fjármálafyrirtækinu Alfa Bank, sem nú er beittur refsiaðgerðum. Þá starfar núverandi eiginmaður Mariu, nafn hvers er getið, fyrir gas fyrirtækið Novotek. Þá herma sögusagnir að Maria hafi eignast með honum dreng, það er þó óstaðfest. En fyrrum nágrannar þeirra í Amsterdam segjast hafa séð drenginn á göngum sameignarinnar með föður sínum.

Í apríl samþykktu bandarísk stjórnvöld refsiaðgerðir á tvær dætur Pútíns sem hefur gengist við að eiga opinberlega. Þá voru Bandaríkjamenn komnir langt með að samþykkja svipaðar aðgerðir gegn hjákonu hans Alinu Kabaevu en drógu síðan í land, til þess að koma í veg fyrir of bratta stigmögnun milli ríkjanna tveggja.