Hin 45 ára Nicola Bulley hvarf sporlaust í Lancashire á föstudaginn. Hún sást síðast í göngutúr með hundinum sínum korter yfir níu að morgni til nálægt ánni Wyre í bænum Garstang í Englandi.
Mikil leit hefur staðið yfir í fimm daga síðan en lögreglan fann farsíma hennar á bekk nálægt gönguleiðinni um helgina. Síminn var enn tengdur vinnusímtali, samkvæmt frétt BBC.
Lögreglan fann einnig hundinn hennar nálægt símanum og var hann í „miklu uppnámi“ að sögn lögreglu.
Foreldrar Nicole, Ernest og Dot, segja í samtali við The Mirror það sé afar ólíkt henni að láta ekki heyra í sér til lengri tíma. Þau segja hana hafa verið í góðu andlegu jafnvægi þegar þau töluðu við hana síðast. Þau halda enn í vonina og segja að ef hún finnst ekki munu þau aldrei hætta að leita.

„Hún kvaddi okkur við hurðina og ég kyssti hana bless“
„Hugur hennar var á góðum stað, við sóttum börnin hennar á fimmtudaginn líkt og við gerum alla fimmtudaga,“ segir Ernest en Nicola á tvö ungar stelpur.
„Við fórum með þau heim og þar var Nicola á símafundi við yfirmann sinn í Garstang,“ bætir hann við.
Að sögn Ernest var Nicole í góðu skapi þar sem henni tókst nýverið að breyta lánaskilmálum á húsláninu sínu. „Hún kvaddi okkur við hurðina og ég kyssti hana bless. Ég sagði henni ég elskaði hana og þar var síðasta samtalið okkar.“

Lögreglan í Lancashire segir málið skráð sem mannshvarf en heldur opnum hug. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ráðist hafi verið á hana en Ernest segist sannfærður um að hún hafi annað hvort dottið ofan í ánna eða einhver hafi rænt henni.
Ernest segir fjölskylduna óttast að þau muni aldrei sjá hana aftur. „Eina sem ég get sagt er að við verðum að finna hana. Hún á tvær ungar dætur sem þurfa að fá mömmu sína heim. Við verðum að fara fá einhverjar góðar fréttir bráðum,“ segir Ernest að lokum.
We are continuing to appeal for information about missing Nicola Bulley, 45, from Inskip.
— Lancashire Police (@LancsPolice) January 30, 2023
Superintendent Sally Riley has held a press conference today to continue to appeal for information of Nicola's whereabouts.
More info - https://t.co/R0OdEzT8VG
📞 101 or 999 pic.twitter.com/T4E8Zj0tCS