Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fjölda hávaðatilkynninga vegna samkvæmishávaða í höfuðborginni í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar bárust alls fjórtán tilkynningar um samkvæmishávaða. Langflest samkvæmin voru í miðbænum.
Þá voru tveir einstaklingar handteknir fyrir rán í miðbænum í nótt en þeir beittu hótunum til að komast yfir greiðslukort og farsíma einstaklings.
Nokkuð var um ölvunarakstur í nótt og þá var tilkynnt um þjófnað í verslunum í Hafnarfirði og í miðbænum