Lög­regl­an á höfuð­borg­ar­­svæðinu fékk fjölda há­vaða­til­kynn­inga vegna sam­­kvæm­is­há­vaða í höfuð­borginni í nótt. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar bárust alls fjór­tán til­kynningar um sam­kvæmis­há­vaða. Langflest samkvæmin voru í mið­bænum.

Þá voru tveir ein­staklingar hand­teknir fyrir rán í mið­bænum í nótt en þeir beittu hótunum til að komast yfir greiðslu­kort og far­síma einstaklings.

Nokkuð var um ölvunar­akstur í nótt og þá var til­kynnt um þjófnað í verslunum í Hafnar­firði og í mið­bænum