Cheng Li, áströlsk fjölmiðlakona sem starfaði áður sem fréttaþulur fyrir kínverska ríkismiðilinn CGTN, hefur nú verið formlega handtekin vegna gruns um njósnir en Cheng hefur verið í haldi lögreglu í Kína frá því í ágúst 2020.
Utanríkisráðherra Ástralíu, Marisa Payne, greindi frá því fyrr í dag að Cheng hafi verið formlega handtekin þann 5. febrúar síðastliðinn vegna gruns um að hún hafi lekið ríkisleyndarmálum.
„Áströlsk stjórnvöld hafa reglulega gert alvarlegar athugasemdir við varðhald Cheng,“ sagði Payne um málið. Þau hafa meðal annars gert athugasemdir við heilsu Cheng og varðhaldsvist hennar en ræðismenn Ástralíu í Kína hafa reglulega heimsótt Cheng, nú síðast í lok janúar.
SYDNEY, Feb 8 (Reuters) - Australian citizen and journalist Cheng Lei, who worked for Chinese state television's international channel, CGTN, was formally arrested in China on Feb. 5 after six months of detention, Australia's Foreign Minister Marise Payne said on Monday.
— Vincent Lee (@Rover829) February 8, 2021
Í haldi í rúma sex mánuði
Fjölskyldumeðlimir Cheng segjast í samtali við ABC News ekki vita af hverju hún er í haldi en þau segja að hún hafi verið lokuð inni í gluggalausum klefa síðastliðna sex mánuði. Þá hafi hún verið í haldi án þess að vera ákærð og hefur ekki fengið að ræða við lögfræðing.
Að því er kemur fram í frétt CNN um málið hafa samskipti milli Ástralíu og Kína versnað til muna síðastliðna mánuði, ekki síst eftir að áströlsk yfirvöld kölluðu eftir því að upptök kórónaveirufaraldursins í Kína yrðu rannsökuð en Kínverjar beittu í kjölfarið Ástrali refsiaðgerðum.
Skömmu eftir að Cheng var handtekin þann 13. ágúst síðastliðinn flúðu tveir ástralskir blaðamenn Kína eftir að yfirvöld reyndu að yfirheyra þá á grundvelli þjóðaröryggis. Eins og staðan er í dag eru engir ástralskir blaðamenn starfandi í Kína og er það í fyrsta sinn sem það gerist í 50 ár.
6 months after Chinese police took an Australian single mother of two from her Beijing apartment, accused her of leaking state secrets & detained her without access to lawyers, her family has broken their silence, calling on Beijing to ‘show compassion’. https://t.co/egyFoOrjzV
— Bill Birtles (@billbirtles) February 8, 2021