Fjöl­miðla­fyrir­tækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjald­þrota­skiptum eftir að til­raunir til að tryggja fram­tíð fyrir­tækisins báru ekki árangur.

Það kemur fram í til­kynningu á vef miðilsins. Þar segir stjórn fyrir­tækisins að þau harmi þessa niður­stöðu og ekki síst vegna þess að miðillinn hefur verið sá eini sem fram­leiðir sjón­varps­efni og er stað­sett utan höfuð­borgar­svæðisins.

„N4 hefur fram­leitt ís­lenskt efni undan­farin 15 ár. Fólkið í landinu hefur verið í brenni­depli í allri fram­leiðslu efnis. N4 hefur varð­veitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjöl­miðla á Ís­landi er lokið að sinni. Rekstur fjöl­miðils eins og N4 hefur byggt á ó­eigin­gjörnu starfi starfs­fólks í sí­fellt erfiðara rekstrar­um­hverfi fjöl­miðla á Ís­landi. Fyrir það á starfs­fólkið mikið hrós skilið,“ segir í til­kynningunni.

Fjöl­miðillinn komst í miðlana fyrir ára­mót þegar upp komst að fjár­laga­nefnd ætlaði að veita fjöl­miðlinum 100 milljóna styrk til á­fram­haldandi starfs. Að enda var þó fallið frá því.