Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.
Það kemur fram í tilkynningu á vef miðilsins. Þar segir stjórn fyrirtækisins að þau harmi þessa niðurstöðu og ekki síst vegna þess að miðillinn hefur verið sá eini sem framleiðir sjónvarpsefni og er staðsett utan höfuðborgarsvæðisins.
„N4 hefur framleitt íslenskt efni undanfarin 15 ár. Fólkið í landinu hefur verið í brennidepli í allri framleiðslu efnis. N4 hefur varðveitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjölmiðla á Íslandi er lokið að sinni. Rekstur fjölmiðils eins og N4 hefur byggt á óeigingjörnu starfi starfsfólks í sífellt erfiðara rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fyrir það á starfsfólkið mikið hrós skilið,“ segir í tilkynningunni.
Fjölmiðillinn komst í miðlana fyrir áramót þegar upp komst að fjárlaganefnd ætlaði að veita fjölmiðlinum 100 milljóna styrk til áframhaldandi starfs. Að enda var þó fallið frá því.