Fjölmennur fundur hófst klukkan 16 í Fossvogsskóla í dag vegna ástands á húsnæðis skólans sem hefur leitt til viðvarandi veikinda nemenda og starfsmanna. Fundinum lauk rétt fyrir klukkan 19 og mun Foreldrafélagið, foreldraráð og Skóla -og frístundasvið senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu í framhaldinu.

Ásamt foreldraráði voru á fundinum þar m.a. fulltrúar Reykjavíkurborgar frá Umhverfis- og skipulagssviði og c, formaður foreldrafélagisins, formaður Félags grunnskólakennara, formaður SAMFOK og sérfræðingur í mygluskemmdum í húsnæði frá verkfræðistofunni EFLU, sem áður hefur ekki fengið boð á fundi. Foreldrafélagi óskuðu án árangurs eftir því að innan EFLU yrðu líka gerðar greiningar þar sem verkfræðistofur sinna myglumálum ekki á sama hátt.

Á fundinum á að kynna skýrslu Verkís, verkfræðistofu sem vann úttekt fyrir Reykjavíkurborg á sýnum sem tekin voru í lok árs í fyrra í skólanum og Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ tók til greininga. Skýrslan hefur enn ekki verið gerð opinber og fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við frá foreldraráði og SAMFOK fá ekki að sjá hana fyrir fundinn þar sem á að kynna innihald hennar.

Óhætt er að segja að fundurinn sé mikilvægur því byggja þar upp rúið traust á milli foreldra, skólastjórnenda og borgaryfirvalda. Vonast er til af þeim sem Fréttablaði ræddi við að sátt og lausn verði fundin á þessum fundi en málið hefur verið óleyst síðan í byrjun ársins 2019. Síðast var haldinn fundur með foreldrum vegna mygluvandans og veikindanna í september í fyrra. Þar kom fram hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að sýni sýndu að ekkert gæfi tilefni til þess að skólinn væri myglaður. Sveppasérfræðingur NÍ á fundinum var hins vegar á öndverðu máli.

Fossvogsskóla var lokað að hluta til vorið 2019 eftir að mygla fannst í húsnæði skólans og fólk fór að veikjast. Skólinn var opnaður að nýju um haustið en eftir að hópur barna og starfsmanna hélt áfram að finna fyrir einkennum var ráðist í frekari framkvæmdir gegn myglunni síðasta sumar. Eftir að fyrri skýrsla Verkís barst svo um haustið taldi Reykjavíkurborg að óþarfi væri að ráðast í sýnatökur í byggingunni. Þær fóru þó fram að kröfu foreldra og leiddu sýnin í ljós að varhugaverðar tegundir væru enn að að finna í húsinu og í kjölfarið var ráðist í frekari þrif. Aftur voru sýni tekin, í nóvember og desember í fyrra og sá Verkís um að taka sýnin. Þau voru send í tegundagreiningu hjá NÍ sem lauk fyrir skemmstu og greiningin send til baka til verkfræðistofunnar.

Fundur með foreldrum vegna myglumála í Fossvogsskóla snemma árs 2019
Mynd/Sigtryggur Ari