Þessa stundina standa yfir mótmæli á Austurvelli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Salan hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu, en ráðherrar hafa ekki svara ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga.

Á Facebook var stofnaður viðburður með nafninu „BJARNA BEN BURT, SPILLINGUNA BURT“.

„Ekki bera harm þinn í hljóði og bölva því síðar meir að þú hefðir getað stöðvað þessa ógeðfelldu bankasölu. Föstudagurinn langi getur farið í sögubækurnar,“ stendur meðal annars í færslu frá Við fólkið í landinu, sem eru hluti af skipuleggjundum viðburðarins.

Fjölmörg samtök og hreyfingar eru á bakvið mótmælin, UNG ASÍ, Jæja, Ungir Píratar, Ungir Sósíalistar, Ungir Jafnaðarmenn og Við fólkið í landinu.

Færsla frá Við fólkið í landinu vegna mótmælanna.
Facebook

Kröfur mótmælendahópsins eru að bankasölunni verði rift, stjórn bankasýslurnar burt og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fari burt.

Ræðumenn á mótmælunum eru Atli Þór Fanndal, Halldóra Mogensen og Davíð Þór Jónsson.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata ávarpaði fólkið.
Frettabladid / ERNIR
„Bankarán alla virka daga frá 9-16“.
Frettabladid / ERNIR
Fólk mætti með skilti og kallar eftir að spillingin hætti.
Frettabladid / ERNIR
Fjölmargir eru staddir á Austurvelli til að taka þátt í mótmælunum.
Frettabladid / ERNIR