Al­var­legir agnúar voru á læknis­þjónustu sem veitt var hjá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja, sam­kvæmt á­lits­gerð Land­læknis.

Á­lits­gerðin var unnin eftir kvörtun Evu Hauks­dóttur, sem leitaði til em­bættisins eftir að móðir hennar, sem var til með­ferðar á stofnuninni, lést. Í á­lits­gerðinni eru gerðar margar at­huga­semdir við störf á stofnuninni og eru við­brögð við kvörtun Evu sögð „ó­full­nægjandi og á­mælis­verð“.

Land­læknir telur að um fag­lega van­rækslu og mis­tök hafi verið að ræða í veitingu heil­brigðis­þjónustu til móður Evu, „þar sem endur­teknum, al­var­legum, bráðum sjúk­dóms­ein­kennum var ýmist gefinn enginn eða ó­full­nægjandi gaumur þegar hún kvartaði endur­tekið til HSS á síðustu árum ævinnar.“ Þá er gerð at­huga­semd við um­­­mæli læknisins um ó­full­komna skráningar­mögu­leika á með­ferðar­tak­mörkunum sem „stingi í stúf við klínískar leið­beiningar um líknar­með­ferð“.

„Endur­teknum, al­var­legum, bráðum sjúk­dóms­ein­kennum var ýmist gefinn enginn eða ó­full­nægjandi gaumur“

-Úr álitsgerð Landlæknis

Læknirinn sem sinnti móður Evu hefur legið undir grun um til­efnis­lausar lífs­loka­með­ferðir. Lög­maður hans sagði í Frétta­blaðinu á þriðju­dag að mats­gerðir, sem unnar voru að kröfu lög­reglu, væru með þeim hætti að rann­sókn lög­reglu yrði lík­lega hætt og mál um­bjóðanda hans fellt niður.

Eva telur að þótt skráningu í tölvu­kerfi spítalans hafi verið á­bóta­vant eigi það ekki að breyta neinu um fram­hald lög­reglu­rann­sóknarinnar. Hún bendir á að allt að sex dauðs­föll á HSS hafi verið til rann­sóknar en lög­reglan hefur beint rann­sókn sinni að tveimur læknum sem störfuðu hjá HSS.