Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu voru skráð 559 hegningar­laga­brot á í desember og fækkaði þessum brotum tölu­vert á milli mánaða. Til­kynningum um þjófnaði hefur einnig fækkað tölu­vert á milli mánaða, en alls bárust 51 til­kynningar um inn­brot í desember miðað við 85 til­kynningar í nóvember.

Skráðar til­kynningar um heimilis­of­beldi voru 67 í desember og fjölgaði þessum til­kynningum á milli mánaða. Alls bárust 118 til­kynningar um of­beldis­brot í desember.

Ellefu beiðnir um leit að börnum og ung­mennum í bárust einnig til lög­reglu í desember.

Skráðum fíkni­efna­brotum fækkaði á milli mánaða og var eitt stór­fellt fíkni­efna­brot skráð í desember. Til­kynningum þar sem öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum á­vana- og fíkni­efna fjölgaði á milli mánaða en til­kynningum þar sem öku­maður var grunaður um ölvun við akstur fækkaði.

Alls voru skráð 569 um­ferðar­laga­brot í desember, 107 til­kynningar um eigna­spjöll og 21 til­kynningar um nytja­stuld á vél­knúnum öku­tækjum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 13 prósent færri um­ferðar­laga­brot á höfuð­borgar­svæðinu en að meðal­tali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.