Sam­kvæmt tölum frá Mann­tals­skrif­stofu Banda­ríkjanna hefur hægt á fólks­fjölgun í Banda­ríkjunum undan­farinn ára­tug og er hún ná­lægt því að vera jafn lág og hún hefur nokkru sinni verið.

Á­ætlað er að um 331 milljón manns hafi búið í Banda­ríkjunum í fyrra sem er um 7,4 prósenta aukning frá árinu 2010. Til saman­burðar var fólks­fjölgun í Banda­ríkjunum 9,3 prósent ára­tuginn áður. Það er tölu­verð lækkun og hefur fólki ekki fjölgað jafn­lítið í Banda­ríkjunum síðan á ára­tugnum 1930 til 1940, í kreppunni miklu, en þá var hún 7,3 prósent.

Tölur Mann­tals­skrif­stofunnar voru gefnar út til að á­kvarða skiptingu sæta í 435 manna full­trúa­deild Banda­ríkja­þings.