Á kjör­skrá fyrir komandi sveitar­stjórnar­kosningar eru 31.703 er­lendir ríkis­borgarar.

Í kosningunum fyrir fjórum árum síðan voru þeir 11.680. Fjöldinn hefur því nærri þre­faldast á að­eins fjórum árum, eða um 28.222 kjós­endur.

Á þessum tíma hefur er­lendum ríkis­borgurum fjölgað tals­vert, úr 37.830 í 51.333. Það eru hins vegar að­eins 13.503 og hluti af þeirri tölu eru börn. Stærstur hluti fjölgunar út­lendinga á kjör­skrá er því vegna rýmkunar kosninga­laga sem gerð var um ára­mót.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær eru stjórn­mála­menn farnir að reyna að höfða til þessa kjós­enda­hóps í auknum mæli og virkja hann til þátt­töku í lýð­ræðinu.

En í síðustu sveitar­stjórnar­kosningum nýttu að­eins 30 prósent út­lendinga hér­lendis sinn kosninga­rétt.

Árið 2018 voru 248.025 manns á kjör­skrá og hlut­fall út­lendinga að­eins 4,7 prósent af því. Nú eru 277.127 á kjör­skrá og hlut­fall út­lendinga orðið 11,4 prósent.

Kjör­sóknin í tvennum síðustu sveitar­stjórnar­kosningum var afar lág, milli 66,5 og 67,6 prósent, saman­borið við 73,5 prósenta kjör­sókn árið 2010 og 78,7 prósent árið 2006. Verði kosninga­þátt­taka út­lendinga á­fram lítil má búast við því að kjör­sókn minnki enn meir í ár.

Árið 2018 var kjör­sókn ein­stak­lega lág í sumum sveitar­fé­lögum. Til dæmis 57 prósent í Reykja­nes­bæ þar sem hlut­fall út­lendinga af í­búa­fjölda er 25 prósent.