Samkvæmt nýjustu tölum John Hopkins háskólans eru tilfellin af COVID-19 á heimsvísu komin yfir tvær milljónir.
Þegar þetta er skrifað eru 2,000,984 manns sem hafa greinst með kórónaveiruna. Rúmlega 128 þúsund hafa látið lífið af völdum veirunnar eða tæplega 6,4% manns.
Á Íslandi hafa 1727 manns greinst með kórónaveiruna, þar af 1077 náð bata og sjö látið lífið.
Flest tilfelli hafa komið upp í Bandaríkjunum þar sem tæplega 610 þúsund manns hafa greinst með veiruna en næsta þjóð eru Spánverjar með um 177 þúsund manns.