Stað­­fest smit hér á landi af völdum kórónu­veirunnar sem veldur CO­VID-19 eru orðin 648. Þetta er sam­­kvæmt nýjum tölum sem birtust á vefnum Co­vid.is núna kl 13:00. Í gær voru smit 588 talsins og þá höfðu 10.301 sýni verið tekin. Þá voru 357 sýni tekin síðasta sólarhring sem er fjölgun frá því deginum áður en þá voru einungis 183 sýni tekin.

Sam­­kvæmt Co­vid.is eru 597 ein­staklingar nú í ein­angrun og teljast 51 ein­staklingar nú hafa náð bata. Þá dvelja 13 ein­staklingar á sjúkra­húsi og 8.205 eru í sótt­kví. Er það gríðarleg fjölgun einstaklinga í sóttkví á einum sólarhring en 6.816 manns voru í sóttkví í gær

Lang­f­lest smit hafa komið upp á höfuð­­borgar­­svæðinu, eða 509 , en 74 hafa greinst á Suður­landi og 30 á Suður­­nesjum. Þá lést fyrsti Íslendingurinn úr COVID-19 í gær.

Al­manna­varna­­deild ríkis­lög­­reglu­­stjóra hefur boðað til upp­­­lýsinga­fundar fyrir blaða­­menn klukkan 14 í dag eins og alla daga síðustu vikur. Víðir Reynis­­son yfir­­lög­­reglu­­þjónn og Þór­ólfur Guðna­­son sótt­varna­læknir munu fara yfir stöðu mála.