Fjöldi sjálfs­víga árið 2021 var þrjá­tíu og átta, eða rúm­lega tíu á hverja hundrað þúsund íbúa. Þetta kemur fram á heima­síðu Em­bættis land­læknis.

Þessar tölur eru á­þekkar tölum fyrri ára, en að meðal­tali voru þrjá­tíu og átta sjálfs­víg á ári frá 2017 til 2021. Sé litið til fimm ára tíma­bils þar á undan, 2012 til 2016, voru sjálfs­víg að meðal­tali fjöru­tíu og tvö á ári, eða rúm­lega þrettán á hverja hundrað þúsund íbúa.