Fjöldi sjálfsvíga árið 2021 var þrjátíu og átta, eða rúmlega tíu á hverja hundrað þúsund íbúa. Þetta kemur fram á heimasíðu Embættis landlæknis.
Þessar tölur eru áþekkar tölum fyrri ára, en að meðaltali voru þrjátíu og átta sjálfsvíg á ári frá 2017 til 2021. Sé litið til fimm ára tímabils þar á undan, 2012 til 2016, voru sjálfsvíg að meðaltali fjörutíu og tvö á ári, eða rúmlega þrettán á hverja hundrað þúsund íbúa.