Á­kæru­vald Eng­lands, CPS, gaf ný­verið út skýrslu um of­beldi gegn konum frá 2018-19. Sam­kvæmt skýrslunni hefur fjöldi sak­fellinga í nauðgunar­málum í Eng­landi og Wa­les minnkað veru­lega en sam­kvæmt skýrslunni hefur hlut­fall sak­fellinga lækkað um nærri 27% milli ára, það er úr 2.635 sak­fellingum 2017-18 niður í 1.925 2018-19.

Til­kynningar um nauðgun hafa þó aukist gríðar­lega á síðustu árum en BBC greinir frá því að 58 þúsund konur hafi til­kynnt um nauðgun í Eng­landi og Wa­les. Bar­áttu­hópar hafa sakað á­kæru­valdið um að sía út þau mál þar sem ó­lík­legt er að kvið­dómur muni sak­fella. Þessu neitar á­kæru­valdið þó.

Sam­kvæmt skýrslu á­kæru­valdsins eru nokkrar mögu­legar á­stæður fyrir því að fjöldi sak­fellinga í nauðgunar­málum hafi lækkað, flestar tengjast sam­skiptum við lög­reglu og þeim tíma sem tekur að vinna úr gögnum málsins.

Ríkissaksóknarinn Max Hill segist óttast ástandið.
Fréttablaðið/EPA

Þol­endur hvattir til þess að til­kynna of­beldi

Á­kæru­valdið hefur sam­kvæmt skýrslunni tekið ýmis skref til þess að bæta á­standið, til dæmis að fræða sak­sóknara um hver sál­ræn á­hrif nauðguna hafi á fórna­lömbin, og stefna að því að bæta starf­semi sína enn frekar.

„Ef ég væri fórna­lamb kyn­ferðis­of­beldis þá hefði ég á­hyggjur,“ sagði Max Hill, ríkis­sak­sóknari, í sjón­varps­við­tali við Victoriu Der­bys­hire hjá BBC Two. Hann hvetur þol­endur kyn­ferðis­of­beldis til þess að að leyfa ekki þessum tölum að draga úr kjarki þeirra og til­kynna á­vallt of­beldi sem þær verða fyrir til lög­reglu.

„Ég ætla ekki að beina fingri í neina á­kveðna átt. Við – öll okkar sem vinnum í réttar­kerfinu – þurfum að koma saman og ræða þessi mál,“ sagði Hill.