Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, segir enn tölu­verða ó­vissu ríkja um stöðuna vegna fjölgun co­vid-smita hér­lendis en það verður auð­vitað litið til fjölda inn­lagna á spítala þegar kemur að því að endur­meta samkomutak­markanir.

Met­fjöldi smita greindist innan­lands í gær en þegar 123 ein­staklingar greindust með veiruna. Alls eru nú 745 ein­staklingar í ein­angrun með veiruna en einungis þrír á spítala.

„Ó­vissan um stöðuna er enn þá tölu­verð en á­stæðan fyrir því að við setjum þessar að­gerðir með þeim hætti sem við gerum er út af því að við viljum átta okkur á því hvort þessi mikli fjöldi smita sé að leiða til al­var­legra veikinda eða ekki. Auð­vitað hefur það á­hrif á fram­hald að­gerða,“ segir Katrín. „En það er í raun og veru allt of snemmt að segja til um það,“ bætir hún við.

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að næsta vika myndi skipta miklu máli. Ef fáir leggjast inn á spítala af völdum co­vid-19 ætti að leyfa fólki meira frelsi og leggja kapp í að verja elli­heimilin og á­hættu­hópa.

„Ég held við verðum að halda niðri í okkur andanum. Bíða í svona viku og þá endur­meta nálgun okkur á þetta. Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru til­tölu­lega lítið lasnir þá er þetta eitt­hvað sem við verðum að læra búa við,“ sagði Kári í gær.

Evrópubúar fylgjast með hvað gerist á Íslandi


Katrín segir ríkisstjórnina fylgjast grannt með hvað önnur ríki hafa verið að gera og bætir við að ráðstafanirnar hérlendis séu mjög svipaðar og þær sem eru í gildi á hinum Norðurlöndunum.

„En við höfum verið að­eins á undan þeim þar sem okkar bólu­setningar hafa gengið mjög vel og þátt­taka verið mjög mikil,“ segir Katrín og bætir við að augu Evrópu­búa séu í raun á Ís­landi um þessar mundir.

„Ég held það sé líka alveg á hreinu að fólk, annars staðar í Evrópu, sé að fylgjast með hvað gerist nú á Ís­landi. Að því við erum komin með þetta háa bólu­setningar­hlut­fall. Erum búin að fara í af­léttingar og erum núna stíga skref í þá átt að setja mildar tak­markanir innan­lands en líka að herða á landa­mærunum en síðan ræðst þróunin að því hvert fram­haldið verður,“ segir Katrín.

Spurð um hvort það væri ekki réttast að af­létta tak­mörkunum ef inn­lagnir eru fáar, segir Katrín stöðuna enn vera of opna til að ákveða það núna.

„Við höfum verið að horfa sér­stak­lega til innan­land­s­tak­markanir í því sam­hengi. Að hafa þær sem minnstar. Það verður á­fram for­gangs­röðunin. En það er að­eins of snemmt að segja til um það núna og þetta skýrist á næstu vikum,“ segir Katrín að lokum.