Líkt og greint hefur verið frá átti sér stað skotárás í Osló í gærnótt þar sem tveir einstaklingar létu lífið og fleiri særðust. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll samkomustaður hinsegin fólks.

Í dag átti Pride-gleðigangan átti að fara fram í Osló, en vegna atburða næturinnar var henni frestað. Þrátt fyrir það hefur fjöldi fólks látið leið sína liggja í miðbæ Oslóar í dag, sérstaklega að London Pub.

Við vettvang glæpsins má nú sjá einskonar minnisvarða um þá sem létu lífið í árásinni í gærnótt, en mikill fjöldi blóma og kransa er nú þar.

Á meðal þeirra sem hafa lagt leið sína þangað í dag eru Jonas Gahr Store forsætisráðherra Noregs, Mette-Marit krúnprinsessa og Hákon krúnprins.

Fréttablaðið/EPA
Hákon krúnprins, Mette-Marit krúnprinsessa og Gahr Store forsætisráðherra Noregs.
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Líkt og sjá má hefur fjöldi fólks lagt leið sína að London Pub í dag.
Fréttablaðið/EPA
Minnisvarðinn var talsvert minni snemma í morgun.
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA