Danir halda á kjör­staði í dag til að kjósa nýtt þing og nýja ríkis­stjórn. Kosningarnar eru sagðar vera mjög spennandi en hvorki rauða blokkin sem hallar til vinstri, né bláa blokkin sem hallar til hægri hafa meiri­hluta sam­kvæmt skoðana­könnunum.

Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Dan­merkur og flokkur hans, Hóf­semdar­flokkurinn eða Modera­ter­ne, eru því lík­legast í lykil­stöðu eftir kosningarnar, ef skoðana­kannanir reynast réttar. Flokkurinn stendur utan blokka og því munu blokkirnar því lík­legast þurfa að treysta á Hóf­semdar­flokkinn við myndun ríkis­stjórnar.

Til þess að hafa meiri­hluta á þinginu verður ríkis­stjórnin að hafa 90 þing­menn, en þingið saman­stendur af 179 þing­mönnum.

Innan­ríkis­mál hafa litað kosninga­bar­áttuna, þar á meðal má nefna skatta­lækkanir, mönnun í heil­brigðis­geiranum, fjár­magns­að­stoð vegna verð­bólgu og orku­verð vegna stríðsins í Úkraínu.

Að­dragandi þess að kosið er nú, ári áður en kjör­tíma­bilinu átti að ljúka, tengist á­kvörðun Mette Frederik­sen for­sætis­ráð­herra um að láta lóga öllum minkum í Dan­mörku árið 2020 eftir að kóróna­veiru­smit greindist í nokkrum minka­búum. Síðar kom í ljós að þessi fjöldalógun hefði ekki staðist lög og stóð ríkis­stjórnin höllum fæti eftir það.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á kjörstað í morgun. Hún boðaði kosningar fyrir tæpum mánuði.
Fréttablaðið/Getty

Milljón kjós­endur ó­á­kveðnir sólar­hring fyrir kosningar

Kjör­staðir opnuðu klukkan átta í morgun á staðar­tíma og þeim verður lokað klukkan átta í kvöld, klukkan sjö að ís­lenskum tíma. Þrátt fyrir að Frederik­sen hafi einungis boðað til kosninga þann 5. októ­ber síðast­liðinn segir stjórn­mála­skýrandi danska ríkis­út­varpsins, DR, Christine Cord­sen, kosninga­bar­áttuna hafa verið lengri en það.

„Í rauninni entist hún í þrjá mánuði, síðan þingið kom saman eftir sumar­frí í ágúst,“ segir hún við DR. „En jafn­vel þótt mjög löng kosninga­bar­átta líði á enda, þarf dramatíkin fyrst að hefjast.“

Crodsen segir margt ó­ljóst þegar gengið er til kosninga. Ó­venju­margir kjós­endur voru ekki búnir að á­kveða sig hvað þeir ætluðu að kjósa þegar skoðana­kannanir voru fram­kvæmdar í gær, einungis sólar­hring fyrir kosningar. Hún segir allt að milljón kjós­endur séu ó­á­kveðnir en fjórar milljónir eru kjör­gengar í Dan­mörku.

„Það er í raun mesta drama kosninga­bar­áttunnar að við höfum ein­fald­lega ekki hug­mynd um hvaða for­sætis­ráð­herra við fáum þegar at­kvæði eru talin, eða hvaða ríkis­stjórn er hægt að mynda,“ segir Cord­sen.

Vill mynda ríkis­stjórn beggja megin við miðju

Þegar Metta Frederik­sen boðaði kosningar til­kynnti hún að flokkur hennar, danski Jafnaðar­manna­flokkurinn, stefndi á að mynda breiða ríkis­stjórn sem sett yrði saman af flokkum beggja megin við miðjuna í dönskum stjórn­málum, óháð því hvort rauða blokkin næði meiri­hluta.

Cord­sen segir Frederik­sen hafa sent skýr skila­boð í sjón­varps­kapp­ræðum sem sýndar voru í gær­kvöldi. Þá sé ljóst að Frederik­sen muni reyna að leiða næstu ríkis­stjórn, ef henni tekst að fá nægan stuðning.

Lars Løkke í lykil­stöðu

Lars Løkke Rasmus­sen var for­sætis­ráð­herra Dan­merkur á árunum 2009 til 2013 og 2015 til 2019. Þrátt fyrir að hafa stofnað flokkinn fyrr á þessu ári mælist flokkurinn með um 10 prósenta fylgi. Bæði hann og Frederik­sen hafa daðrað við sam­starf flokka þeirra tveggja.

„Ég hef verið til nógu lengi til að vita að það er ekki víst að skoðana­kannanir séu réttar. Ég held við verðum ná­lægt því samt,“ sagði Rasmus­sen á kjör­stað í morgun.

Lars Løkke Rasmus­sen, stofnaði Hóf­semdar­flokkinn eða Modera­ter­ne í júní á þessu ári.