Fjölda­tak­markanir munu á­fram miðast við 500 manns að minnsta kosti til 26. júlí. Heil­brigðis­ráð­herra á­kvað í dag að til­lögu sótt­varnar­læknis að fram­lengja aug­lýsingu sína um tak­markanir á sam­komum ó­breytta um þrjár vikur. Opnunar­tími veitinga- og skemmti­staða verður einnig ó­breyttur til 26. júlí.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í síðustu viku að sér þætti æski­legt að auka fjölda þeirra sem mættu koma saman upp í 2.000 manns frá og með 13. júlí, fjórum vikum eftir síðustu rýmkun tak­markananna. Síðar greindi hann frá því að í ljósi fjölda nýrra smita á landinu teldi hann eðli­legt að fresta þeim af­léttingum.

Heil­brigðis­ráð­herra féllst í dag á þær til­lögur hans og er því ljóst að tak­markanirnar sem miða við 500 manns gildi að minnsta kosti til 26. júlí. Þá verða þær búnar að vera í gildi í sex vikur. Einnig var tekin á­kvörðun um að halda opnunar­tíma veitinga- og skemmti­staða ó­breyttum og mega staðirnir að­eins hafa opið til klukkan 23 á kvöldin næstu þrjár vikurnar.

Frá því að skimun hófst við landa­mærin þann 15. júní síðast­liðinn hafa um 22 þúsund ferða­menn komið til landsins og sýni verið tekin hjá um 16 þúsund. Virk smit hafa greinst hjá sjö ein­stak­lingum og rúm­lega 400 hafa þurft að fara í sótt­kví eftir smitrakningu.

„Sótt­varna­læknir segir um á­kveðið bak­slag að ræða sem hafi ekki verið ó­við­búið en að lág­marka þurfi á­hættuna á því að far­aldurinn nái sér á strik hér á landi. Til­laga sótt­varna­læknis um að ekki verði slakað frekar á reglum um sam­komu­bann að sinni byggist á þessu, auk þess sem hann leggur á­herslu á að efla fræðslu um ein­stak­lings­bundnar sýkinga­varnir,“ segir í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu.