Fjölda­tak­markanir fara úr 20 í 50 manns frá næst­komandi mánu­degi, sam­kvæmt á­kvörðun Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra. Breytingarnar eru í sam­ræmi við til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis.

Í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu kemur jafn­framt fram að sund- bað­staðir og líkams­ræktar­stöðvar megi frá og með mánu­deginum taka á móti 75% af leyfi­legum há­marks­fjölda gesta og þá verði há­marks­fjöldi þátt­tak­enda í í­þróttum og sviðs­listum 75 í hverju hólfi eða á sviði. Þá fer há­marks­fjöldi gesta á sitjandi við­burðum úr 100 í 150 manns.

Fleiri breytingar verða gerðar og verður til dæmis opnunar­tími veitinga­staða lengdur um klukku­stund. Þá verða gerðar ýmsar til­slakanir á skóla­starfi. Breytingarnar sem taka gildi frá og með mánu­deginum eiga að gilda í rúmar tvær vikur.

Í minnis­blaði Þór­ólfs til Svan­dísar kemur fram að ýmsar að­gerðir á landa­mærum sem gripið var til vegna hóp­sýkinga, sem í upp­hafi voru raktar til ferða­manna á landa­mærum sem ekki héldu reglur um sótt­kví og/eða ein­angrun, hafi skilað árangri. Fá smit hafi greinst utan sótt­kvíar undan­farna daga og því megi ætla að takist hafi að ná utan um fyrr­greind hóp­smit. Ekki sé þó hægt að segja að veiran sem veldur CO­VID-19 hafi verið upp­rætt úr sam­fé­laginu.

Breytingarnar sem taka gildi á mánu­daginn eru eftir­farandi:

Al­mennar fjölda­tak­markanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði á­fram undan­þegin.

Nándar­regla verði á­fram al­mennt tveir metrar.

Grímu­skylda og leið­beiningar um grímu­notkun ó­breyttar. Börn fædd 2005 og síðar undan­þegin grímu­skyldu.

Sund- og bað­staðir, skíða­svæði, tjald­svæði og söfn opin fyrir 75% af leyfi­legum há­marks­fjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með.

Líkams­ræktar­stöðvar opnar fyrir 75% af leyfi­legum há­marks­fjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skil­yrði ó­breytt.

Í­þróttir: Há­marks­fjöldi þátt­tak­enda í í­þróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi.

Sviðs­listir: Há­marks­fjöldi þátt­tak­enda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði.

Sitjandi við­burðir: Há­marks­fjöldi á­horf­enda eða gesta á sitjandi við­burðum, s.s. í­þrótta­kapp­leikjum, sviðs­listum, at­höfnum trúar- og líf­skoðunar­fé­laga, verður 150 manns í hverju sótt­varna­hólfi í stað 100. Önnur skil­yrði ó­breytt.

Verslanir: Há­marks­fjöldi við­skipta­vina í verslunum 200 manns í stað 100.

Veitinga­staðir: Opnunar­tími lengist um klukku­stund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfir­gefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Skóla­starf

Há­marks­fjöldi full­orðinna 50 í hverju rými.

Há­marks­fjöldi barna/nem­enda verður 100 í hverju rými.

For­eldrar og að­stand­endur mega koma inn í skólanna.

Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og í­þróttum í grunn­skólum.

Við­burðir fyrir utan­að­komandi heimilaðir með þeim tak­mörkunum sem al­mennt gilda.

Blöndun nem­enda milli hólfa einnig leyfð í há­skólum.