Gylfi Þór Þor­­steins­­son, að­­gerðar­­stjóri yfir mót­töku Úkraínu­manna, segir að það hafi verið forðast í lengstu lög að opna fjölda­hjálpar­stöð fyrir um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd hér á landi, en að það hafi verið nauð­syn­legt vegna þeirra stöðu sem er komin upp í hús­næðis­málum flótta­fólks.

„Stefnan er sú að fólk sé ekki lengur í slíkum fjölda­hjálpar­stöðvum en í þrjá daga. Við aftur á móti getum ekki lofað því að svo verði niður­staðan,“ segir Gylfi Þór. Hann segir að meðan flóttafólk er í fjölda­hjálpar­stöðinni fái hann og hans teymi tíma til þess að reyna út­vega fólki pláss í skamm­tíma­úr­ræði. „En ef ekkert pláss er að finna, þá munum við hugsan­lega neyðast til að hafa fólk lengur en í þrjá daga þarna, þótt að stefnan sé sú að það verði ekki þannig,“ segir Gylfi.

Af hverju þrír dagar?

„Þessir þrír dagar er mat Rauða krossins á þeim að­búnaði sem þeir hafa upp á að bjóða. Hugsan­lega þurfum við þá annað­hvort að bæta þann að­búnað með ein­hverjum hætti. Þetta eru beddar sem fólkið fær til að gista á og hugsan­lega verður það bara að vera þannig í ein­hvern tíma, en við vonum að svo verði ekki,“ segir Gylfi, sem telur að þessar að­stæður séu ekki æski­legar til lengri tíma.

Stjórnvöld kaupa sér tíma

„Við að­stoðuðum Rauða krossinum að finna hús­næðið og það er mikil á­nægja með það. Þarna eru her­bergi þar sem fólk getur lokað að sér og fengið smá næði. En sannar­lega væri hægt að finna betra hús­næði og það er það sem við erum að reyna. Staðan í dag er bara sú að allt hús­næði sem við höfum verið að finna á þessu ári, það er á þrotum. Við þurfum að ná frekari sam­vinnu við sveitar­fé­lögin til þess að koma því flæði í gang aftur,“ segir Gylfi.

Gylfi segir að með því að opna fjölda­hjálpar­stöð séu stjórn­völd að kaupa sér tíma.

„En um leið og við opnum eina fjölda­hjálpar­stöð, þá er hætta á því að hún verði opin lengur en við viljum. Eins líka að hún fyllist fljótt og þá þurfum við hugsan­lega að opna fleiri,“ segir Gylfi.

Fólkið fær bedda til að gista á.
Fréttablaðið/Ernir

Fyrsta fjöldahjálparstöðin fyrir flóttafólk

Í gær var í fyrsta sinn opnuð fjölda­hjálpar­stöð hér á landi fyrir flóttafólk, en Rauði krossinn á Ís­landi opnaði hana í gær, að beiðni stjórn­valda. Í til­kynningu frá Rauða krossinum kemur fram að það sé gert vegna mikillar fjölgunar á komu flótta­­fólks til landsins, meðal annars vegna á­takanna í Úkraínu, sam­hliða skorti á í­búðar­hús­­næði fyrir flótta­­fólk.