Fjöldi lítilla blárra mör­gæsa hafa rekið á land á ströndum Nýja Sjá­lands undan­farna mánuði. Mör­gæsirnar eru af tegundinni Eu­dyptula min­or og eru smá­vöxnustu mör­gæsir heims. Þær eru al­gengar í norður­hluta Nýja Sjá­lands og flestar þeirra látnu hafa fundist á strönd að nafninu Ni­ne­ty Mile Beach.

Mör­gæsar­stofninn er á niður­leið og er talinn vera í hættu. Fjölda­dauðinn sem hefur átt sér stað á undan­förnum mánuðum hefur valdið miklum á­hyggjum meðal heima­manna og vakið upp fjölda spurninga. Allt að þúsund lík hafa þegar rekið á ströndina frá því í byrjun maí.

Heima­menn hafa tjáð á­hyggjur sínar yfir stöðunni á sam­fé­lags­miðlum og velta upp á­stæðum fyrir at­burðinum. Kenningar á borð við að að mör­gæsirnar hafi verið meða­fli veiði­manna, að eitt­hvað sé að vatninu eða að nýr sjúk­dómur hafi náð út­breiðslu innan stofnsins.

Hlýnun sjávar skýri fjöldadauðann

Fyrr á árinu gerðu vísinda­menn rann­sóknir á líkum mör­gæsa sem höfðu rekið á land og komust að þeirri niður­stöðu að þær höfðu í raun dáið úr hungri. Þær voru langt undir meðal líkams­þyngd og án allrar líkams­fitu.

Ráðu­neyti náttúru­verndar í Nýja Sjá­landi segir lík­legast að hnatt­ræn hlýnun sé skað­valdurinn þar sem hlýnun sjávar við Nýja Sjá­land hefur hrakið burt þá fiska sem eru aðal­fæða mör­gæsanna. Hita­met sjávar hafa verið slegin í­trekað síðust sex ár og á síðasta ári var hita­stigið það hæsta frá upp­hafi mælinga.

Vegna hitans leita fiskarnir neðar í sjóinn í leit að kaldari vötnum eða yfir­gefa svæðið al­farið. Litlu mör­gæsirnar geta farið tuttugu til þrjá­tíu metra undir sjávar­borðið í leit að mat en eiga erfitt með að ferðast dýpra en það.