Al­þingi sam­þykkti í lok seinust viku frum­varp dóms­mála­ráð­herra þar sem á­kvæði um man­sal í al­mennum hegningar­lögum eru upp­færð. Í frum­varpinu kemur fram að breytingarnar eigi að bæta vernd þol­enda og auð­velda mál­sókn. Með breytingunum er horft til laga­þróunnur annars staðar á Norður­löndum.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skrifaði um frum­varpið í skoðana­pistli hjá Frétta­blaðinu. „Man­sal er gróft mann­réttinda­brot sem felst í að brjóta gegn frið­helgi ein­stak­lings,“ segir hún. „Um er að ræða hrylli­lega birtingar­mynd mann­vonsku og grimmdar.“

Gert er ráð fyrir því að breytingarnar muni gera það að verkum að fleiri mansals­mál fari í rann­sókn hjá lög­reglu og hljóti fram­gang innan réttar­vörslu­kerfisins. Í frum­varpinu segir að hingað til hafa að­eins þrjú mansals­mál farið fyrir dóm­stóla og á­kvæðið því lítið verið beitt í fram­kvæmd.

Orða­lag með til­liti til þekktra birtingar­mynda

Breytingarnar felast í því að breyta orða­lagi inn­gangs­máls­liðar og fyrsta tölu­liðar 227. grein a. í al­mennum hegningar­lögum nr. 19/1940.

Í inn­gangs­máls­liðnum er skýrt nánar hvaða birtingar­myndir man­sal getur tekið. Í stað þess að standi „að mis­nota mann kyn­ferðis­lega eða til nauðungar­vinnu“ segir nú „að mis­nota annan mann í vændi eða á annan kyn­ferðis­legan hátt, í nauðungar­hjóna­band, í þræl­dóm eða á­nauð, til nauðungar­vinnu eða nauðungar­þjónustu, þ.m.t. betl, til að fremja refsi­verðan verknað.“

Með þessum breytingum á á­kvæðið að endur­spegla betur raun­veru­leika mansals­brota og þekktar birtingar­myndir þess.

Í fyrsta tölu­lið er einnig skýrt nánar hvaða verknaðir teljast til mansals­brota. Í frum­varpinu er tekið fram að hótanir þurfa ekki lengur að­eins að vera hótanir um refsi­verðan verknað. Þá er breytt orða­lagi þannig að ekki að­eins er talað um að not­færa sér bága stöðu ein­hvers heldur einnig „fá­kunn­áttu eða varnar­leysi við­komandi eða með því að hag­nýta sér yfir­burða­stöðu sína.“

Í frum­varpinu segir með þessum við­bótum „ættu yfir­völd að eiga auð­veldara með að berjast gegn vinnuman­sali, en þetta eru að­stæður sem gjarnan ein­kenna mansals­brot gegn hælis­leit­endum, flótta­fólki, farand­verka­fólki og er­lendum ríkis­borgurum.“

Bættar að­gerðir gegn man­sali

Á­kvæði 227. gr. a um man­sal kom inn í al­menn hegningar­lög 3. apríl 2003. Á­kvæðið var upp­fært árið 2009 og aftur árið 2011. Með frum­varpinu er horft til skuld­bindinga ís­lenskra stjórn­valda gagn­vart Paler­mó­samningnum, samningi Sam­einuðu Þjóðanna gegn fjöl­þjóð­legri skipu­lagðri glæpa­starf­semi, og Paler­mó­bókunina, við­bót við samninginn sem leggur á­herslu á að koma í veg fyrir, upp­ræta og refsa fyrir man­sal, einkum kvenna og barna.

Auk laga­setningarinnar hefur einnig verið bætt við upp­lýsingum um man­sal á vef­gátt Neyðar­línunnar gegn of­beldi. Á síðunni er bæði hægt að kynna sér birtingar­myndir og ein­kenni mansals og leita sér hjálpar sem þolandi mansals.

Einnig er unnið að því að stofna ráð­gjafa­t­eymi innan lög­reglunnar sem veitir lög­reglu­em­bættum ráð­gjöf í mansals­málum. Teymið verður undir em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra.

Í júlí 2020 opnaði sam­hæfingar­mið­stöð um man­sal í Bjarkar­hlíð sem á að sam­ræma verk­lag og við­brögð í mansals­málum. Sam­kvæmt Ás­laugu Örnu hafa um 15 mál verið til­kynnt til stöðvarinnar síðan hún var sett á fót.

Einnig er unnið að því að stofna ráð­gjafa­t­eymi innan lög­reglunnar sem veitir lög­reglu­em­bættum ráð­gjöf í mansals­málum. Teymið verður undir em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra.

Í júlí 2020 opnaði sam­hæfingar­mið­stöð um man­sal í Bjarkar­hlíð sem á að sam­ræma verk­lag og við­brögð í mansals­málum. Sam­kvæmt Ás­laugu Örnu hafa um 15 mál verið til­kynnt til stöðvarinnar síðan hún var sett á fót.