Fjöl­skrúð­legt efni er í boði á Frétta­vakt Hring­brautar í kvöld. Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir, for­stjóri Hörpu, og Breki Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­takanna, ræða fréttir vikunnar, hnífs­tungu­mál og fleira.

Svan­hildur lýsir til­finninga­þrunginni stund í Hörpu þegar flótta­fólk fylgdist með aðal­æfingu hjá Úkraínska balletnum sem staddur er hér á landi.

Breki setur spurninga­merki við Tenerife-um­ræðu seðla­banka­stjóra. Hann ræðir nets­vindl sem vaxandi mein hér á landi í að­draganda jóla­há­tíðarinnar.

Birna Dröfn Jónas­dóttir blaða­maður fer yfir efni helgar­blaðs Frétta­blaðsins og ber þar hæst við­tal við Aron Can.

Margét Erla Maack ræðir við með­limi Skálmaldar sem nú eru í tón­leika­ferð í Evrópu og Benni Bó lætur að sér kveða svo fátt eitt sé nefnt.