Fjölskrúðlegt efni er í boði á Fréttavakt Hringbrautar í kvöld. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, og Breki Karlsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, ræða fréttir vikunnar, hnífstungumál og fleira.
Svanhildur lýsir tilfinningaþrunginni stund í Hörpu þegar flóttafólk fylgdist með aðalæfingu hjá Úkraínska balletnum sem staddur er hér á landi.
Breki setur spurningamerki við Tenerife-umræðu seðlabankastjóra. Hann ræðir netsvindl sem vaxandi mein hér á landi í aðdraganda jólahátíðarinnar.
Birna Dröfn Jónasdóttir blaðamaður fer yfir efni helgarblaðs Fréttablaðsins og ber þar hæst viðtal við Aron Can.
Margét Erla Maack ræðir við meðlimi Skálmaldar sem nú eru í tónleikaferð í Evrópu og Benni Bó lætur að sér kveða svo fátt eitt sé nefnt.