Fjóla Hrund Björns­dóttir fékk flest at­kvæða í ráð­gefandi odd­vita­kjöri Mið­flokks­fé­lags Reykja­víkur­kjör­dæmis suður sem stóð yfir í dag og í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Fjóla Hrund fékk 58 prósent at­kvæða en hún og Þor­steinn Baldur Sæ­munds­son höfðu gefið kost á sér sem odd­vitar listans. Þor­steinn hlaut 42 prósent at­kvæða. Þor­steinn var odd­viti flokksins í kjör­dæminu í Al­þingis­kosningunum 2017.

Niður­stöðurnar hafa verið sendar til upp­stillingar­nefndar kjör­dæmisins sem mun leggja fram fram­boðs­lista til sam­þykktar á fé­lags­fundi Mið­flokks­fé­lags Reykja­víkur­kjör­dæmis suður næst­komandi mánu­dag, bæði á Zoom og á skrif­stofu flokksins. Kosið verður um listann bæði raf­rænt og á fundinum sjálfum, að því er segir í til­kynningunni.