Sporð­dreki fannst inni á bað­her­bergi í íbúð á Akur­eyri rétt fyrir mið­nætti í gær. Lög­regla var kölluð til að fjar­lægja sporð­drekann sem verður skoðaður betur af Náttúru­fræði­stofnun í dag. Tvö börn búa í í­búðinni en það var móðir þeirra, Fjóla Björk, sem fann sporð­drekann en hún hefur ekki hug­mynd um hvaðan hann kom.

Aðsend

„Við erum ekkert búin að vera í út­löndum og ég er búinn að skoða allt græn­meti og á­vexti sem ég keypti inn fyrir tveimur dögum en finn engin um­merki um að það hafi verið sporð­dreki í þeim. Þannig ég hef ekki hug­mynd um hvaðan hann hefur komið,“ segir Fjóla í sam­tali við Frétta­blaðið.


Hún segir ná­granna sína þó hafa séð svipaða sporð­dreka þegar þeir voru í utan­lands­ferð fyrir jól. „Mér dettur helst í hug að hann hafi þá ein­hvern veginn komið með þeim og komist í gegnum pípu­lagnirnar til mín upp á aðra hæð,“ segir hún. „En það er bara svo langt síðan þau komu heim. Það þýðir að þessi sporð­dreki er búinn að vera á vappi hérna í húsinu í tvo mánuði.“

„Ég er með tvö börn heima sem voru farin að sofa þegar ég fann dýrið,“ heldur hún á­fram. Hún hafi rekist á hann inni á bað­her­bergi þar sem hann var á vappi og varla trúað eigin augum. „Ég var bara stein­hissa en trúði því ein­hvern veginn ekki að þetta væri eitt­hvað stór­hættu­legt dýr. Ég veit náttúru­lega ekkert hvernig sporð­dreki þetta er en þetta líður auð­vitað út eins og eitt­hvað eitrað.“

Hún setti svo glas yfir sporð­drekann, sem fór hratt um eins og sjá má á mynd­bandinu hér að ofan, og kallaði í lög­­­regluna sem kom á staðinn og fjar­lægði dýrið. Varð­­­stjóri hjá lög­­­reglunni á Akur­eyri stað­­­festir að lög­reglan hafi fjar­lægt sporð­drekann af heimilinu og komið honum til Um­­­hverfis­­­stofnunar. Stofnunin hafi sagst ætla að koma málinu í réttan far­veg. Hann segist ekki munað til þess að mál á borð við þetta hafi komið upp á Akur­eyri.

Aðsend