Á fimmta tímanum í gær fékk slökkvi­liðið út­kall frá Neyðar­línunni um að eldur væri laus í dísil bif­reið á þjóð­vegi 1, rétt vestan við Blöndu­ós.

Þetta kemur fram í færslu frá Bruna­vörnum Austur-Hún­vetninga.

Fjögurra manna fjöl­skylda var í bif­reiðinni en sakaði ekki. Sam­kvæmt BAH gekk slökkvi­starf greið­lega en bif­reiðin er gjör­ó­nýt. Eftir að bif­reiðin var dreginn af vett­vangi sinnti slökkvi­liðið hreinsunar­störfum eins og sjá má á myndum.

Bifreiðin er gjörónýt
Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga
Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga
Slökkviliði sá um upphreinsun eftir eldinn.
Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga