Kona á þrítugsaldri var dæmd í fjögurra daga fangelsi í Wyoming, Bandaríkjunum á dögunum fyrir að nálgast birnu með húna þvert á reglur þjóðgarðarins Yellowstone.

Dómarinn sem úrskurðaði refsinguna sagði konuna mega þakka fyrir að sitja í dómssal og hlusta á refsinguna í stað þess að hafa orðið fyrir árás sem hefði líklega kostað hana lífið.

Konan var hluti af hóp sem var í skoðunarferð um Yellowstone en þegar aðrir í hópnum fóru inn í rútu ákvað konan að nálgast birnuna til þess að taka myndir.

Með því braut hún reglur um nítíu metra fjarlægðartakmörk frá bjarndýrum. „Að nálgast birnu með húna er einfaldlega heimska,“ kom fram í málsflutningnum.

Ásamt því að taka út fangelsisvist þarf hún að greiða þúsund dollara í sekt.