Hundur varð fjögurra ára stúlku að bana í borginni Milton Key­nes á Eng­landi í gær.

Í frétt BBC kemur fram að at­vikið hafi átt sér stað í garði við hús í Broadlands-hverfinu síð­degis en ekki liggur fyrir hvort stúlkan hafi búið á sama heimili og hundurinn.

Lög­regla segir að „sorg­legan harm­leik“ sé að ræða en hundinum var lógað eftir at­vikið. BBC hefur eftir lög­reglu að enginn annar hafi slasast og að­stand­endum stúlkunnar hafi verið veitt á­falla­hjálp.