Hundur varð fjögurra ára stúlku að bana í borginni Milton Keynes á Englandi í gær.
Í frétt BBC kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í garði við hús í Broadlands-hverfinu síðdegis en ekki liggur fyrir hvort stúlkan hafi búið á sama heimili og hundurinn.
Lögregla segir að „sorglegan harmleik“ sé að ræða en hundinum var lógað eftir atvikið. BBC hefur eftir lögreglu að enginn annar hafi slasast og aðstandendum stúlkunnar hafi verið veitt áfallahjálp.