Fjögurra ára drengur lést á Land­spítalanum á mánu­dag eftir að að­skota­hlutur festist í hálsi hans. Þetta stað­festir Sæ­var Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni í Hafnar­firði, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Mann­líf greindi fyrst frá málinu í morgun.

Í fréttinni er vísað í til­kynningu frá leik­skóla drengsins þar sem fram kemur að drengurinn hafi orðið fyrir al­var­legu slysi á leiðinni heim úr leik­skólanum síðast­liðinn mið­viku­dag. Varð slysið til þess að drengurinn lést á mánu­dags­morgun eftir að­hlynningu á Land­spítalanum.

Þá kemur fram að á­falla­t­eymi leik­skólans og á­falla­hjálpar­teymi Hafnar­fjarðar hafi verið virkjað.

„Hugur okkar allra er hjá for­eldrum og fjöl­skyldu og við sendum þeim okkar inni­legustu sam­úðar­kveðjur,“ segir í til­kynningu leik­skólans sem vísað er til í frétt Mann­lífs.