Drengur féll út um glugga af fjórðu hæð í­búðar föður síns á Amager í Kaup­manna­höfn í kvöld. Þetta kemur fram á vef danska fréttamiðilsins TV2. Drengurinn fót­brotnaði við fallið og slapp með minni­háttar meiðsl, en var fluttur á slysa­deild til frekari skoðunar.


Í sam­tali TV2 við lög­regluna í Kaup­manna­höfn sögðu þeir drenginn heppinn og hann hafi sloppið vel miðað við hversu hátt fallið var. Þetta hefði svo sannarlega getað farið verr, sagði lögreglan. Drengurin var með meðvitun þegar sjúkrabíllinn fór með hann af vettvangi .