Fjögur ung­menni voru flutt á bráða­mót­töku eftir bíl­slys á tólfta tímanum í gær­kvöld. Ekki er vitað um líðan þeirra, eða hvort um alvarleg meiðsl sé að ræða, en þau eru öll undir lög­aldri.

Þau voru fjögur saman í bíl þegar öðrum bíl var ekið yfir gatna­mót gegn rauðu ljósi og inn í hliðina á þeim. Slysið varð í Kópa­vogi um klukkan hálf tólf í gær­kvöldi.

Ung­mennunum var öllum ekið á Bráða­deild Land­spítala og for­ráða­mönnum þeirra til kynnt um slysið. Í dag­bók lög­reglu segir að til­kynning hafi verið send til Barna­verndar vegna málsins.

Báðir bílarnir voru fluttir af vett­vangi með króki. Ljósa­staur skemmdist einnig við slysið og hallar en lög­regla segir ekki á­stæðu til að gera við hann strax.