Samtökin Caminando Fronteras sem eru hagsmunasamtök innflytjenda, fullyrða að 4.404 innflytjendur, þar af 205 börn, hafi látist á sjó við að reyna að komast ólöglega til Spánar á síðasta ári. Það eru rúmlega helmingi f leiri dauðsföll en árið 2019 þegar 2.170 létust við að reyna að komast yfir til Evrópu. Er þetta mesti fjöldi dauðsfalla á einu ári frá því að samtökin byrjuðu að taka saman tölfræði yfir dauðsföll innflytjenda á sjó árið 2015.

Fjallað var um málið í spænskum fjölmiðlum í gær þar sem fram kom að í um 94 prósentum tilvika hefðu líkin ekki fundist. Her t landamæraef tirlit við strendur meginlands Spánar gerir það að verkum að smyglarar eru farnir að einblína á Kanaríeyjar þrátt fyrir lengra og hættulegra ferðalag. Stysta vegalengdin er rúmlega hundrað kílómetrar og má rekja rúmlega fjögur þúsund dauðsföll á síðasta ári til tilrauna til þess að smygla fólki til Kanaríeyja.

María González Rollán, einn höfunda skýrslunnar, sagði á blaðamannafundi þar sem niðurstöðurnar voru kynntar að þessar tölur lýsi sorglegum staðreyndum og að sífellt stærri hluti flóttamanna séu konur og börn. Þessar tölur eru mun hærri en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði gefið út. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna létust 1.279 flóttamenn við að reyna að komast til Spánar á síðasta ári. Spænsk stjórnvöld álykta að um 37 þúsund flóttamenn hafi komist til landsins á síðasta ári.