Fjórir einstaklingar greindust með COVID-19 hér á landi og voru allir í sóttkví við greiningu. Þrjú voru með staðfest kórónaveirusmit í seinni skimun á landamærum síðasta sólarhring. Beðið er eftir mótefnamælingu frá þremur öðrum einstaklingum.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. 14 daga ný­­gengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er 2,5 en var 1,4 daginn áður og nýgengi við landamærin er landamærasmita 5,7 en var 5,5 daginn áður. Í sóttkví eru 19 manns og í einangrun eru 26.

Á landamærunum voru tekin 380 sýni og innanlands voru tekin 566 sýni. Fjögur sýni voru tekin í sóttkvíar og handahófsskimun

Fjöldi smita hefur haldist stöðugt frá lok janúar, með ýmist eitt eða ekkert smit sem greinist daglega. Síðast greindust fjögur smit þann 26. janúar.