Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti í dag mynd sem hafði verið send lögreglu af vegfaranda. Á myndinni sést greinilega að of margir farþegar sitja saman á vespunni. Í færslunni brýnir lögreglan fyrir fólki að fylgja umferðareglum en ekki er leyfilegt fyrir fólk undir 20 ára aldri að keyra með farþega á léttum bifhjólum.

Hve marga sérð þú?

Yfirskrift færslunnar er „Hversu marga aðila sjáið þið á vespunni?,“ en af hrúgum útlima má sjá að alls sitja fjórir á vespunni á sama tíma. Lögreglustjóri segir þetta ekki vera í lagi og biðlar til foreldra að ræða við börn sín og útskýra málin.

Færsluna má sjá í heild sinni hér: