Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur dæmt 27 ára karl­mann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, frelsis­sviptingu og stór­fellt brot í nánu sam­bandi.

Maðurinn var á­kærður fyrir að ráðast á fyrr­verandi kærustu sína að­fara­nótt laugar­dagsins 30. júní 2018.

Í á­kæru kemur fram að frelsis­sviptingin hafi staðið yfir í að minnsta kosti 2-4 klukku­stundir. Af á­kæru að dæma var á­rásin fólsku­leg og var maðurinn til dæmis á­kærður fyrir að þvinga konuna til kyn­ferðis­maka, slá hana í and­lit, taka hana í­trekað kverka­taki og hóta henni og fyrr­verandi eigin­manni hennar líf­láti.

Maðurinn neitaði sök en viður­kenndi að hafa slegið til konunnar þannig að hönd hafi komið í höfuð hennar. Viður­kenndi hann að þau hefðu haft sam­ræði þennan dag en það hafi verið með sam­þykki beggja.

Dómari mat það svo að fram­burður mannsins væri ó­trú­verðugur, hann hafi gert lítið úr at­vikinu en það sam­rýmdist ekki gögnum málsins. Fram­burður konunnar þótti hins vegar trú­verðugur.

Fjögurra og hálfs árs fangelsis­dómurinn yfir manninum er ó­skil­orðs­bundinn. Þá var honum gert að greiða konunni 2.000.000 króna í miska­bætur og aðrar 2 milljónir króna í sakar­kostnað.